Uppsetning í Outlook 2019 (Plesk)
Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að setja upp IMAP aðgang í Outlook 2019 (PLESK).
- Byrjar á því að opna outlook póstforritið og smellir þar á File efst til vinstri.
- Smelltu á + Add Account
- Þá færðu upp svona glugga. Slærð inn netfangið þitt, ýtir á Advanced option og hakar við Let me set up my account manually og ýtir á Connect.
- Velur svo IMAP
Hér þarf að fylla út upplýsingar um server og port.
- Incoming mail: mail."þitt domain" (þar sem "þitt domain" er endingin á netfanginu þínu t.d mail.dacoda.is) / Port: 993 - haka við This server requires an encrypted connection (SSL/TLS)
- Outgoing mail: mail."þitt domain" (þar sem "þitt domain" er endingin á netfanginu þínu t.d mail.dacoda.is) / Port: 465 - Encryption method: Velja SSL/TLS
- Ýta svo á Next.
- Setja svo lykilorðið fyrir netfangið þitt og ýta á Connect.