Breyta lykilorði

Til að breyta lykilorði og öðrum stillingum fyrir netfang þarf að skrá inn í vefpósthús.


Slóð í vefpóst er breytileg eftir léni (e. domain) og byrjar á https://webmail. að viðbættu léni. Ef netfang er t.d. netfang@fyrirtaeki.is væri slóð í vefpóst: https://webmail.fyrirtaeki.is


Þegar slóð í vefpóst er opnuð í vafra birtist þessi mynd:

Skráið netfang og lykilorð.


Næst koma upp ýmsir valmöguleikar, þ.á.m. möguleiki á að opna roundcube vefpóst, en neðan undir Edit Your Settings er password & Security. Smelltu á þann tengil til að breyta lykilorði.

Ef þú sérð ekki þennan möguleika þá gæti verið að þú hafir farið beint inn í Roundcube vefpósthúsið. Til að komast til baka í stillingar þarf að smella á Webmail Home sem er í valmyndinni vinstra megin.

Still need help? Contact Us Contact Us