Uppsetning í iOS (iPhone / iPad)

Ýmsar leiðir eru í boði til að setja upp tölvupóst í símum og spjaldtölvum, hér eru nokkrar:


Senda uppsetningarskrá á annað netfang sem er uppsett í tæki

Ef þú ert þegar með annað netfang uppsett er einfaldast að fara í vefpósthúsið og láta póstþjóninn senda uppsetningarskrá sem setur netfangið sjálfkrafa upp:


  1. Opna vefpóst (leiðbeiningar)
  2. Velja Apple (iPhone, iPad) í Select the device you will use


  3. Skrá netfangið sem á að senda skránna á (ath þarf að vera annað en netfangið sem er verið að setja upp)
  4. Smella á Send
  5. Innan skamms munt þú fá tölvupóst með viðhengi. Smelltu á viðhengi og fylgdu leiðbeiningum á tæki til að klára uppsetningu.

Sækja uppsetningarskrá frá vefpósti

Þú getur sótt uppsetningarskrá sem sér um uppsetningu sjálfkrafa á tækinu:


  1. Opna vafra, t.d. Chrome eða Safari
  2. Opna vefpóst (leiðbeiningar)
  3. Smella á Automatically configure my device


  4. Smella á IMAP over SSL/TLS
  5. Skrá verður sótt með endingunni mobileprovision. Opnaðu hana og fylgdu leiðbeiningum á tæki til að klára uppsetningu.

Handvirkt uppsetning

Ef þú nærð ekki að setja upp netfangið með sjálfvirkum leiður er alltaf hægt að setja netfangið handvirkt upp. Fyrir neðan er tengill á uppsetningarleiðbeiningar á ensku:

Still need help? Contact Us Contact Us