Uppsetning í Outlook

Fylgið þessum leiðbeiningum til að setja upp netfang í Outlook:


  1. Smelltu á File efst til vinstri
  2. Smelltu á Account Settings og veldu Account Settings...


  3. Smelltu næst á New...


  4. Skráðu netfangið þitt í Email address og smelltu því næst á Connect


  5. Ef þú þarf aðeins að skrá lykilorð í næsta glugga þá hefur Outlook fundið stillingar sjálfkrafa og ekkert annað eftir en að skrá lykilorðið og smella svo á Connect.


    Ef þú færð upp Advanced setup þá skaltu velja IMAP:


  6. Næst þarf að setja inn netþjóna stillingar. Athugið að nafn póstþjóns er breytilegt eftir netfangi. Á myndinni fyrir neðan er miðað við að verið sé að setja upp netfangið netfang@fyrirtaeki.is og nafn netþjóns verður þá mail.fyrirtaeki.is.


    Þarna er mikilvægt að setja inn réttar upplýsingar í Server, skrá port 993 í incoming mail, port 465 í outgoing mail og velja SSL/TLS í Encryption method.


  7. Næst þarf að skrá lykilorð og smella á Connect og ef allar upplýsingar hafa verið rétt skráðar er netfang uppsett og tilbúið til notkunar í Outlook.

Still need help? Contact Us Contact Us