Netþjóna upplýsingar

Til að setja netfang upp tölvupóstforritum þarf að skrá upplýsingar um póstþjón ásamt notandanafni og lykilorði.


Almennt er hægt að velja um tvær tegundir við uppsetningu og báðar eru í boði á tölvupóstþjónum Dacoda:


  • POP (eða POP3): Tölvupósti er eytt út af póstþjóni eftir að hann er sóttur eða eftir ákveðinn dagafjölda
  • IMAP: Tölvupóstur er geymdur á póstþjóni svo hægt sé að skoða hann í fleiri en einu póstforriti

Best er að nota IMAP en hafa ber í huga að tölvupóstur er þá alltaf geymdur á póstþjóni og tekur þannig pláss þannig að mikiðvægt er að eyða reglulega út pósti til að koma í veg fyrir að pósthólfið fyllist.


POP / POP3 (Incoming mail server)

Username Netfangið þitt
Password Lykilorðið þitt
Incoming server mail.fyrirtaeki.is*
Port 995
Security / SSL/TLS Ef það er möguleiki að velja dulkóðun skal alltaf velja SSL/TLS

IMAP (Incoming mail server)

Username Netfangið þitt
Password Lykilorðið þitt
Incoming server mail.fyrirtaeki.is*
Port 993
Security / SSL/TLS Ef það er möguleiki að velja dulkóðun skal alltaf velja SSL/TLS

SMTP (Outgoing mail server)

Til að geta sent út póst þarf einnig að skrá SMTP upplýsingar

Username Netfangið þitt
Password Lykilorðið þitt
Incoming server mail.fyrirtaeki.is*
Port 465
Security / SSL/TLS Ef það er möguleiki að velja dulkóðun skal alltaf velja SSL/TLS

*Athugið að póstþjónn er breytilegur eftir léni (e. domain) og byrjar á mail. að viðbættu léni.. Ef netfang er t.d. netfang@fyrirtaeki.is væri netþjónn mail.fyrirtaeki.is

Still need help? Contact Us Contact Us